Lavender er bólgueyðandi, mjög græðandi, sótthreinsandi, upplífgandi, bakteríu- og vírusdrepandi, slímlosandi, lykteyðandi, vökvalosandi og einstaklega róandi, sefandi fyrir taugakerfið og eykur vellíðan. Hún er örvandi fyrir sogæðakerfið og þar með á efnaskipti húðar og líkama.
Olíuna er hægt að nota:
- í ilmolíulampann til að skapa róandi andrúmsloft
 - í slökun og hugleiðslu og mjög gott að setja lampann með lavenderolíu í inn í svefnherbergið fyrir háttatíma til að búa til róandi stemmingu
 - Lavender olían hjálpar til við að róa sig fyrir háttinn, t.d. má blanda hana í koddasprey, eða setja 1-2 dropa í bangsann hjá litlum krílum
 - Tilvalið að setja 1-2 dropa af Lavender í lófana, nudda þeim saman og strjúka í hár á börnum til að róa þau fyrir háttinn eða þegar þau þurfa á þvi að halda.
 - Lavender er mjög græðandi á smásár og skrámur.
 - Gott að nota Lavender á andlitið, t.d. út í hreint anditskrem, til að róa rauða húð
 - Lavender róar líka pirraða húð og er góð til að setja í hársvörðinn. Hún vinnur einnig gegn hárlosi
 - Upprunaland: England
 - 10ml