Patchouli ilmkjarnaolían er unnin úr Pogostemon cablin plöntunni af myntu fjölskyldunni. Patchouli olía er unnin úr ungum laufum sem eru þurrkuð og gerjuð fyrir gufueimingu.
Ilmkjarnaolíur eru sterkar og þarf að blanda þær í krem eða burðarolíu eins og Jojoba olíu. Einnig hægt að setja einn dropa í lófann og nudda þeim saman og anda að sér ilminum.
Olían er sögð hafa jafnvægisáhrif á tilfinningarnar og skapa ástríkt andrúmsloft. Þegar hún er notuð í olíubrennara getur hún dregið úr kvíða og þunglyndi. Hún er m.a. talin vera:
- bakteríudrepandi
- upplífgandi
- sótthreinsandi
- góð á sár og skordýrabit
- minnkar ör
- lykteyðandi
- sveppadrepandi
- róandi
- skordýrafæla
- koma jafnvægi á tilfinningar og uppörvandi
- góð fyrir þurra og sprungna húð
- góð á feita og bólótta húð og í raun á hvaða húðgerð sem er
- góð á appelsínuhúð og á slit