Um mig
Mig minnir að ég hafi byrjað að búa til skart árið 2006 og þetta eru því komin um 15 ár síðan. Nafnið Inguglingur varð snemma til og hefur haldist síðan. Ég hef gert þetta með nokkrum hléum en hef alltaf verið með hugann við þetta og er alltaf að fá hugmyndir. Með tímanum hefur vöruúrvalið breyst töluvert og fyrir utan skartið býð ég t.d. upp á líkams- og húðvörur, Múmín gjafavörur, snyrtitöskur, kerti og aðra fylgihluti.
Ég legg áherslu á að bjóða upp á húð- og líkamsvörur úr hreinum innihaldsefnum án allra slæmra aukaefna.Mér finnst þetta svo ótrúlega skemmtilegt og gefandi. Það er ótrúlegt hvað þetta er orðinn langur tími, já tíminn flýgur víst áfram. Mig hefur lengi langað að gera heimasíðu og vera með litla vefverslun þar sem ég get selt skartið mitt. Áður en næstu 15 ár líða, ákvað ég svo fyrir nokkrum vikum, að láta bara slag standa og gera þetta. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferðalag og ég hef einnig notið aðstoðar góðrar vinkonu við gerð heimasíðunnar. Svo er bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.