10 ml Ginger Essential Oil.
Grasalæknar okkar tíma mæla með engifer í sama tilgangi og gert var fyrr á tímum, einkum gegn kvefi og inflúensu og ýmiss konar röskun á meltingu og tíðablæðingum. Einnig er talið að hún sé góð við höfuðverk og sjóveiki. Hægt er að setja 1 dropa í lófann, nudda og anda að sér eða setja í gufutæki eða olíubrennara. Einnig er hægt að setja 2-3 dropa í baðið.